Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 25. júlí 2024 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jhon Duran á leið til West Ham - Villa fær leikmann og pening
West Ham er komið langt í viðræðum um kaup á Jhon Duran, sóknarmanni Aston Villa.

Þetta kemur fram á Sky Sports.

Það er talið að tilboð West Ham hljóði upp á 30 milljónir punda og leikmann að auki. Talið er að leikmaðurinn sé miðjumaðurinn Lewis Orford, en hann er 18 ára gamall.

Duran er tvítugur sóknarmaður sem er efstur á óskalista West Ham. Hann skoraði átta mörk í 37 leikjum með West Ham á síðasta tímabili. Duran hefur einnig verið orðaður við Chelsea í sumar.

Villa hefur lengi fylgst með Oxford en hann hefur spilað með U16 og U18 landsliðum Englands.
Athugasemdir
banner
banner