Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 25. júlí 2024 14:53
Elvar Geir Magnússon
Gummi Tóta og Orri í byrjunarliðum
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: FC Noah
Það eru fjölmargir Evrópuleikir á dagskrá í dag og margir Íslendingar sem verða í eldlínunni.

Meðal leikja sem hefjast klukkan 16 er viðureign Noah frá Armeníu og Sliema frá Möltu í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Guðmundur Þórarinsson gekk í raðir Noah í sumar og er í byrjunarliði liðsins.

Á sama tíma verður flautað til leiks Bruno's Magpies og FC Kaupmannahafnar á Gíbraltar.

Rétt eins og í fyrstu umferð dönsku deildarinnar er Orri Steinn Óskarsson í sóknarlínu FCK en markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson vermir varamannabekkinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner