Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 26. júlí 2024 19:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Ásta Eir hetja Blika - Markalaust í Víkinni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik endurheimti toppsætið af Val með sigri á Fylki á Kópavogsvelli í kvöld.


Ásta Eir Árnadóttir var hetja Blika en hún skoraði eina markið snemma leiks þegar skot hennar breytti örlítið um stefnu af Signýju Láru Bjarnadóttir og fór í netið.

Breiðablik var með þónokkra yfirburði í leiknum en Tinna Brá Magnúsdóttir í marki Fylkis sá til þess að mörkin urðu ekki fleiri.

Víkingur fékk Þrótt í heimsókn í Víkina en heimakonur unnu frábæran sigur á Þór/KA á Akureyri í síðustu umferð og Þróttur lagði FH af velli.

Jafnræði var með liðunum en Bergþóra Sól Ásmundsdóttir fékk besta færi leiksins þegar hún komst ein gegn Mollee Swift og lék á hana en setti boltann framhjá á opið markið.

Markalaust jafntefli niðurstaðan í Víkinni.

Breiðablik 1 - 0 Fylkir
1-0 Ásta Eir Árnadóttir ('8 )
Lestu um leikinn

Víkingur R. 0 - 0 Þróttur R.
Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner