
Markvörðurinn efnilegi Herdís Halla Guðbjartsdóttir er komin aftur til Breiðabliks eftir að hafa verið á láni hjá FH fyrri hluta tímabilsins.
Herdís Halla, sem er fædd árið 2007, er einn efnilegasti markvörður landsins en hún hefur núna tvisvar farið á láni til FH.
Hún spilaði í sumar þrjá leiki í Bestu deildinni og einn leik í Mjólkurbikarnum með Fimleikafélaginu. Í fyrra lék hún þrjá leiki í Bestu deildinni.
Hún hefur einnig leikið með Augnabliki á sínum meistaraflokksferli og er komin með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur.
Núna er hún komin aftur til Breiðabliks og kemur til með að veita Telmu Ívarsdóttur samkeppni.
Athugasemdir