Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 25. júlí 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
En-Nesyri til Fenerbahce (Staðfest)
Mynd: EPA
Marokkóski framherjinn Youssef En-Nesyri er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Fenerbahce, þar sem hann mun leika undir stjórn José Mourinho.

Tyrkneska stórveldið er talið borga rúmlega 20 milljónir evra til að kaupa En-Nesyri, sem er 27 ára gamall og skoraði 20 mörk í 41 leik með Sevilla á síðustu leiktíð.

Hann hefur í heildina skorað 73 mörk í 196 leikjum í treyju Sevilla en þar áður lék hann fyrir Leganés.

En-Nesyri á þar að auki 20 mörk í 73 landsleikjum með Marokkó.

Framherjarnir öflugu Edin Dzeko og Cenk Tosun eru einnig í leikmannahópi Fenerbahce fyrir næsta tímabil.


Athugasemdir
banner