Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. febrúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal lánar Cedric til Fulham (Staðfest)
Mynd: EPA

Fulham staðfesti komu Cedric Soares frá Arsenal á láni eftir miðnætti. Hann hittir þar fyrir fyrrum stjóra sinn hjá Sporting, Marco Silva.


Þeir voru saman hjá Sporting tímabilið 2014-2015 en Cedric hélt þá til Englands og gekk til liðs við Southampton.

Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum hjá Arsenal á þessari leiktíð en hann mun koma til með að styrkja lið Fulham sem situr í 7. sæti úrvalsdeildarinnar.

„Mér líður frábærlega. Ég vildi að þetta myndi ganga svo við sigldum öll í sömu átt og ég er mjög ánægður með að vera mættur hingað. Ég og fjölskyldan mín erum mjög mjög ánægð," sagði Cedric við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner