Spænski þjálfarinn Julen Lopetegui hefur verið ráðinn nýr þjálfari katarska karlalandsliðsins.
Lopetegui tekur við stöðunni af Luis Garcia og er ætlað að koma liðinu á HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Spánverjinn var rekinn frá West Ham í byrjun árs en áður stýrði hann Wolves, Sevilla, Real Madrid, Porto og spænska landsliðinu.
Katar á ekki möguleika á að fara beint á HM en liðið er í góðri stöðu um að komast í umspilið þar sem tvö aukasæti eru í boði.
Hann mun stýra fyrstu leikjum sínum í sumar er Katar mætir Íran og Úsbekistan.
Ready for a new chapter
— Qatar Football (@QFA_EN) May 1, 2025
Welcome Lopetegui ?????????????????#AlAnnabi pic.twitter.com/aO7jTl5RnQ
Athugasemdir