Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 13:51
Brynjar Ingi Erluson
Lopetegui tekur við Katar (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Julen Lopetegui hefur verið ráðinn nýr þjálfari katarska karlalandsliðsins.

Lopetegui tekur við stöðunni af Luis Garcia og er ætlað að koma liðinu á HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Spánverjinn var rekinn frá West Ham í byrjun árs en áður stýrði hann Wolves, Sevilla, Real Madrid, Porto og spænska landsliðinu.

Katar á ekki möguleika á að fara beint á HM en liðið er í góðri stöðu um að komast í umspilið þar sem tvö aukasæti eru í boði.

Hann mun stýra fyrstu leikjum sínum í sumar er Katar mætir Íran og Úsbekistan.


Athugasemdir
banner
banner