Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 02. apríl 2024 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Bikarævintýri Saarbrucken lokið
Almamy Toure innsiglaði sigur Kaiserslautern
Almamy Toure innsiglaði sigur Kaiserslautern
Mynd: Getty Images

Saarbrucken 0 - 2 Kaiserslautern
0-1 Marlon Ritter ('53 )
0-2 Almamy Toure ('75 )


Bikarævintýri Saarbrucken er lokið en liðið tapaði í undanúrslitum gegn Kaiserslautern í kvöld.

Liðið er um miðja deild í þriðju efstu deild í Þýskalandi en liðið vann Bayern Munchen, Frankfurt og Gladbach á leið sinni í undanúrslitin.

Kaiserslautern var of stór biti fyrir liðið en lokatölur urðu 2-0.

Kaiserslautern mætir annað hvort Leverkusen eða Ísak Bergmann Jóhannessyni og félögum í Dussledorf í úrslitum. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner