Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 03. febrúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósar stórkostlegu marki hjá Osimhen - „Pele hefði verið stoltur"
Mynd: Getty Images

Napoli er með 13 stiga forystu á toppi ítölsku Serie A en liðið vann góðan 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi.


Markamaskínan Victor Osimhen kom Napoli yfir en Careca fyrrum leikmaður Napoli og brasilíska landsliðsins hrósaði Osimhen í hástert og sagði að brasilíska goðsögnin Pele hefði verið stoltur að skora svona mark.

Markið var glæsilegt en hann tók á móti fyrirgjöf með bringunni, þaðan fór boltinn af lærinu á honum og á endanum negldi hann boltanum í netið.

„Jafn vel einhver eins og Pele hefði verið stoltur af þessu marki. Þetta mark hjá Osimhen gegn Roma var í Pele stíl, tæknilega var þetta alveg ótrúlegt," sagði Careca.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner