Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 05. maí 2014 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill: Ánægður með að fólk hafi trú á mér í Fantasy
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var í heildina ánægður með frammistöðu liðsins er það gerði 1-1 jafntefli við FH í síðasta leik fyrstu umferðar.

Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yfir með góðu marki en Páll Olgeir Þorsteinsson lagði markið upp. Það var svo Hólmar Örn Rúnarsson sem jafnaði metin eftir hornspyrnu og þar við sat.

,,Jájá svona heilt yfir þá held ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þeir eiga skalla í slá í stöðunni 1-1, kannski hálfsénsar en ekkert mikið meira en það. 1-1 eru sanngjörn úrslit

,,Við ætlum að byrja með hápressu og mér fannst það ganga vel fyrstu fimmtán og mér fannst við stjórna leiknum þá. Þeir eru sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik en við getum betur en þetta og sýnum það í næsta leik."

,,Mér fannst fínt að spila hérna og alltaf gaman að komast á gras. Við erum búnir að æfa núna þrjár æfingar á grasi og kannski ekki okkar besta grasi en völlurinn okkar er klár og hann verður líklegast eins og Kaplakrikavöllur."

,,Maður getur allltaf gert eitthvað betur. Það er alltaf eitthvað sem betur má fara, maður gerði sitt besta og heilt yfir er ég ágætlega sáttur. Ég fer í leikinn til að gera eins vel og ég get fyrir liðið, ég er ánægður með að fólk hefur trú á mér og setur mig í Fantasy-liðið,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner