Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. júlí 2019 15:16
Magnús Már Einarsson
Nasri til Anderlecht (Staðfest)
Kominn til Belgíu.
Kominn til Belgíu.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, nýráðinn þjálfari Anderlecht í Belgíu, hefur fengið Samir Nasri til félagsins.

Kompany og Nasri voru liðsfélagar hjá Manchester City á sínum tíma.

Nasri, sem er 32 ára sóknarmiðjumaður, var án félags eftir að samningur hans hjá West Ham rann út og Kompany náði að sannfæra hann um að koma í belgíska boltann.

Kompany var ráðinn þjálfari Anderlecht á dögunum en hann er einnig að reyna að fá varnarmanninn Philippe Sandler á láni frá Manchester City.

Anderlecht er stórveldi í Belgíu en liðið olli vonbrigðum á síðasta tímabili þegar það endaði í 6. sæti.


Athugasemdir
banner