Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. október 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ásta Eir framlengir við Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásta EIr Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.


Ásta lék aðeins 10 leiki í Bestu deildinni í sumar þar sem hún varð fyrir því óláni að rífa liðþófa á æfingu fljótlega eftir að EM pásunni lauk.

Hún á að baki 226 leiki með Breiðablik og skorað í þeim 12 mörk.

Hún er þrefaldur Íslands og bikarmeistari með liðinu. Þá á hún 11 A landsleiki að baki.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir Blika að Ásta Eir sé búin að skrifa undir nýjan samning. Við hlökkum til að sjá Ástu leiða Blikaliðið út á völlinn á komandi misserum," segir í tilkynningu Breiðabliks.


Athugasemdir
banner
banner
banner