Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórir úr Aston Villa ekki fæddir þegar Milner lék sinn fyrsta leik
James Milner.
James Milner.
Mynd: Getty Images
Liverpool fór með sigur af hólmi gegn Aston Villa í enska FA-bikarnum í gærkvöldi.

Leikurinn var mjög athyglisverður fyrir þær sakir að enginn aðalliðsleikmaður hjá Villa gat tekið þátt í leiknum vegna hópsmits innan liðsins.

Leikmenn úr unglingaliðinu voru því kallaðir inn en þeir stóðu sig frábærlega gegn nokkuð sterku liði Liverpool; í byrjunarliði gestana voru meðal annars Fabinho, Sadio Mane og Mohamed Salah. Staðan var 1-1 í hálfleik en leikurinn endaði 4-1 fyrir Englandsmeistara Liverpool.

James Milner, sem var fyrirliði Liverpool í gær, fór skemmtilegt viðtal að leik loknum. Þar var honum bent á þá staðreynd að fjórir leikmenn Aston Villa í leiknum fæddust eftir að hann lék sinn fyrsta leik á atvinnumannaferlinum. Milner er 35 ára gamall.

„Takk fyrir þetta," sagði Milner og glotti.

Sjá einnig:
Fjórir úr Aston Villa ekki fæddir þegar Milner lék sinn fyrsta leik



Athugasemdir
banner
banner