Það eru stórleikir framundan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og hafa byrjunarlið kvöldsins verið tilkynnt.
PSG tekur á móti Barcelona í hörkuslag þar sem Kylian Mbappé er í byrjunarliðinu. Marco Asensio, fyrrum leikmaður Real Madrid, leiðir sóknarlínuna og spilar sem fölsk nía.
Ousmane Dembélé er úti á hægri kanti gegn sínum fyrrum liðsfélögum í Barca og þá byrjar Lee Kang-in á miðjunni.
Hinn bráðefnilegi Lamine Yamal byrjar í sóknarlínu Börsunga og er hinn 17 ára gamli Pau Cubarsi í hjarta varnarinnar.
Leikmenn á borð við Joao Felix, Pedri, Marcos Alonso og Ferran Torres byrja á bekknum.
Þá byrja Stefan Savic og Saúl Niguez á varamannabekknum hjá Atlético Madrid sem tekur á móti Borussia Dortmund.
Alvaro Morata og Antoine Griezmann leiða sóknarlínuna með öfluga menn fyrir aftan sig, en Diego Simeone mætir til leiks með fimm manna varnarlínu.
Fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Jadon Sancho, Ian Maatsen, Emre Can og Marcel Sabitzer eru meðal byrjunarliðsmanna Dortmund sem hefur menn á borð við Marco Reus, Julian Brandt og Sebastien Haller á bekknum.
PSG: Donnarumma, Marquinhos, Hernandez, Beraldo, Mendes, Kang-in, Vitinha, Ruiz, Dembele, Mbappe, Asensio
Varamenn: Tenas, Navas, Barcola, Kolo Muani, Mayulu, Pereira, Ramos, Skriniar, Soler, Ugarte, Zague, Zaire-Emery
Barcelona: Ter Stegen, Kounde, Araujo, Cubarsi, Cancelo, Roberto, Gundogan, De Jong, Yamal, Raphinha, Lewandowski
Varamenn: Astralaga, Pena, Alonso, Christensen, Felix, Lopez, Fort, Martinez, Pedri, Romeu, Torres, Roque
Atletico Madrid: Oblak, Witsel, Gimenez, Azpilicueta, Molina, Lino, Llorente, Koke, De Paul, Griezmann, Morata.
Varamenn: Moldovan, Gomis, Mandava, Barrios, Correa, El Jebari, Gabriel Paulista, Niguez, Riquelme, Savic, Vermeeren
Dortmund: Kobel, Ryerson, Hummels, Schlotterbeck, Maatsen, Sabitzer, Can, Nmecha, Sancho, Adeyemi, Fullkrug
Varamenn: Meyer, Lotka, Haller, Brandt, Bynoe-Gittens, Duranville, Moukoko, Ozcan, Reus, Sule, Wolf
Athugasemdir