Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 10. apríl 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp tók upp hanskann fyrir Henderson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Jürgen Klopp svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag og var einn hollenskur fréttamaður á svæðinu. Klopp var að svara spurningum fyrir leik Liverpool gegn Atalanta í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, sem fer fram annað kvöld.

Klopp var nýlega búinn að horfa á harkalegt viðtal við Jordan Henderson, fyrrum fyrirliða Liverpool, sem leikur með Ajax í hollenska boltanum. Hann ákvað að taka upp hanskann fyrir sinn fyrrum lærling og úr varð nokkuð vandræðalegt samtal.

„Ert þú nokkuð fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Jordan Henderson?" spurði Klopp á fréttamannafundinum.

„Nei, það er samstarfsmaður minn," svaraði hollenski fréttamaðurinn, en Klopp hélt áfram.

„Er það vinur þinn? Þetta var hrikalegt viðtal. Þekkir þú einhvern sem líkaði þetta viðtal?" spurði Klopp hvasslega, en uppskar auðmjúkt svar.

„Ég hef talað við hann um þetta og hann viðurkenndi að hann sæi svolítið eftir þessu viðtali, hann telur sig hafa verið aðeins of aðgangsharðan. Hann er búinn að segja þetta allt í sjónvarpsviðtali," svaraði fréttamaðurinn.

Klopp tók afsökunarbeiðnina gilda. „Vá, ókei. Ég samþykki þessa afsökunarbeiðni fyrir hönd Hendo."
Athugasemdir
banner
banner
banner