Fótboltamaðurinn Ryan Bowman sem lék með Cheltenham, Shrewsbury og Exeter í ensku neðri deildunum hefur fengið 42 mánaða keppnisbann.
Bowman, sem er 33 ára og var látinn fara frá Cheltenham í sumar, játaði brot sín og má ekki spila fótbolta í þrjú og hálft ár.
Bowman, sem er 33 ára og var látinn fara frá Cheltenham í sumar, játaði brot sín og má ekki spila fótbolta í þrjú og hálft ár.
Hann er dæmdur fyrir 6.397 veðmál yfir átta ára tímabil og meðal annars sakaður um að hafa veðjað af varamannabekknum í leik Shrewsbury gegn MK Dons í janúar 2023.
Hann veðjaði á leiki sinna liða og þar á meðal leiki sem hann spilaði sjálfur. Hann veðjaði átta sinnum gegn Shrewsbury, í þremur af þeim leikjum spilaði hann allan leiktímann.
Bowman lék sinn síðasta leik fyrir Cheltenham þann 1. janúar og bannið mun gilda til september 2028.
Athugasemdir