
Þegar öll liðin á Evrópumóti kvenna eru búin að spila tvo leiki, þá eru aðeins tvö lið sem eiga eftir að skora á mótinu.
Það eru Ísland og Pólland.
Það eru Ísland og Pólland.
Ísland er úr leik á mótinu eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Finnlandi, 1-0, og svo gegn heimakonum í Sviss, 2-0.
Stelpurnar okkar hafa alveg fengið nokkur færi til að koma boltanum í markið, en ekki tekist það.
Það er spurning hvort það breytist á morgun er við mætum Noregi í lokaleik okkar á mótinu.
Pólland er samkvæmt styrkleikalista FIFA næst slakasta liðið á mótinu en þær töpuðu 3-0 gegn Svíþjóð og 2-0 gegn Þýskalandi. Þær eiga eftir að mæta Danmörku.
Þess má geta að Spánn er það lið sem hefur skorað langflest mörk, ellefu talsins.
Athugasemdir