Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Real Madrid gaf PSG fyrstu tvö mörkin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
PSG og Real Madrid etja kappi í undanúrslitum á HM félagsliða þessa stundina og er staðan 2-0 fyrir franska stórveldið eftir fyrstu 20 mínútur leiksins.

Kylian Mbappé er að mæta sínum fyrrum liðsfélögum í fyrsta sinn frá því að hann yfirgaf París á frjálsri sölu og hefur byrjunin ekki verið sérlega góð fyrir hann.

Leikurinn er búinn að vera galopinn en PSG hefur fengið öll bestu færin. Mbappé hefur komist í góðar stöður en ekki tekist að nýta þær.

PSG tók forystuna strax á sjöttu mínútu þegar þeir nýttu sér hrikaleg varnarmistök Raúl Asencio sem missti boltann alltof langt frá sér innan vítateigs og var lengi að bregðast við. Hann missti boltann til Ousmane Dembélé sem hefði líklega fengið dæmda vítaspyrnu eftir samskipti við Thibaut Courtois, en boltinn hrökk til Fabián Ruiz sem skoraði í opið mark.

Sjáðu fyrsta markið

Nokkrum mínútum síðar gerðist reynsluboltinn Antonio Rüdiger sekur um hræðileg mistök þegar hann var með boltann í varnarlínunni. Hann ætlaði að gefa til baka á Courtois en hitti boltann illa svo Dembélé tókst að stela honum aftur, ekki ósvipað því sem gerðist í fyrra markinu.

Í þetta sinn slapp Dembélé einn í gegn og kláraði með marki til að tvöfalda forystuna.

Sjáðu annað markið

PSG verðskuldar forystuna eftir að hafa einnig fengið dauðafæri á fjórðu mínútu, þegar Courtois gerði vel að verja stórhættulega marktilraun frá Nuno Mendes.

Sjáðu markvörsluna

Sigurvegari viðureignarinnar mætir Chelsea í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.
Athugasemdir
banner