Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Brynjólfur skoraði í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson var í byrjunarliði Groningen sem lagði Dender að velli í æfingaleik í dag.

Brynjólfur skoraði fyrsta markið strax á þriðju mínútu í 2-0 sigri Groningen.

Sverrir Ingi Ingason kom þá inn af bekknum í markalausu jafntefli hjá Panathinaikos gegn Schalke.

Á sama tíma lék Rúnar Þór Sigurgeirsson seinni hálfleikinn í stórsigri Willem II gegn RKDSV. Þar var staðan 0-6 fyrir Willem í leikhlé og urðu lokatölur 0-10.

Að lokum tapaði Kortrijk gegn AEK frá Aþenu en Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki á milli stanganna hjá Kortrijk.

Groningen 2 - 0 Dender
1-0 Brynjólfur Andersen Willumsson ('3)
2-0 R. Mendes ('80)

Panathinaikos 0 - 0 Schalke

RKDSV 0 - 10 Willem II

AEK 2 - 1 Kortrijk

Athugasemdir
banner