Sunderland er að ganga frá kaupum á kantmanninum Simon Adingra sem kemur til félagsins úr röðum Brighton & Hove Albion.
Nýliðar Sunderland borga rétt rúmlega 20 milljónir punda til að kaupa Adingra, sem er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir fjögurra ára samningi.
Adingra átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton en hann var ekki í byrjunarliðinu þar. Hann tók þátt í 33 leikjum á síðustu leiktíð, komandi oftar en ekki inn af bekknum, og kom að sjö mörkum með beinum hætti.
Adingra verður sjötti leikmaðurinn til að ganga í raðir Sunderland í sumar þar sem félagið er búið að kaupa mikilvæga leikmenn. Habib Diarra er kominn fyrir metfé og þá var Chemsdine Talbi tilkynntur í dag.
Enzo Le Fée, Noah Sadiki og Reinildo Mandava hafa einnig verið fengnir til félagsins í sumar.
Adingra á 22 A-landsleiki að baki fyrir Fílabeinsströndina. Hann kom við sögu í 60 úrvalsdeildarleikjum á Englandi á síðustu tveimur árum hjá Brighton.
Sunderland endaði í fjórða sæti Championship deildarinnar á síðustu leiktíð og komst upp í úrvalsdeildina í gegnum umspilið.
Athugasemdir