England 4 - 0 Holland
1-0 Lauren James ('22 )
2-0 Georgia Stanway ('47 )
3-0 Lauren James ('60 )
4-0 Ella Toone ('67 )
1-0 Lauren James ('22 )
2-0 Georgia Stanway ('47 )
3-0 Lauren James ('60 )
4-0 Ella Toone ('67 )
Ríkjandi Evrópumeistarar Englands mættu grimmar til leiks í annarri umferð riðlakeppni Evrópumótsins í dag eftir tap gegn Frakklandi í fyrstu umferð.
England mætti sterku liði Hollands en sýndi mikla yfirburði og valtaði yfir andstæðinga sína.
Lauren James, systir Reece James fyrirliða karlaliðs Chelsea, skoraði fyrsta mark leiksins eftir undirbúning frá Alessia Russo, sem lagði svo næsta mark upp fyrir Georgia Stanway í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Yfirburðir Englendinga héldu áfram í síðari hálfleik þó að Hollendingar hafi fengið sín tækifæri. Russo kom boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.
James bætti þriðja marki Englands við á 60. mínútu áður en Russo fullkomnaði stoðsendingaþrennuna sína til að leggja upp fjórða og síðasta mark leiksins. Hún gaf boltann á Ella Toone sem kláraði með marki svo lokatölur urðu 4-0.
Hollendingar eru í erfiðri stöðu eftir þetta tap og þurfa að reiða sig á hagstæð úrslit úr öðrum viðureignum, eða vinna stórsigur gegn Frakklandi í lokaumferðinni, til að komast áfram.
Athugasemdir