Heimild: Vísir

Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Sýnar, hefur svarað fyrir sig eftir ummæli Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara á fréttamannafundi.
Þorsteinn gagnrýndi þar að Sindri hefði spurt Alexöndru Jóhannsdóttur landsliðskonu hvort hún væri á þeirri skoðun að ferska vinda vantaði í þjálfarateymið.
Þorsteinn sagði fáránlegt að spyrja leikmann að því daginn eftir leik hvort að hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Hann sagði það „nautheimsku" á fundinum í dag.
Þorsteinn gagnrýndi þar að Sindri hefði spurt Alexöndru Jóhannsdóttur landsliðskonu hvort hún væri á þeirri skoðun að ferska vinda vantaði í þjálfarateymið.
Þorsteinn sagði fáránlegt að spyrja leikmann að því daginn eftir leik hvort að hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Hann sagði það „nautheimsku" á fundinum í dag.
„Mér finnst kannski óþarflega langt gengið að kalla mig nautheimskan fyrir þetta," sagði Sindri í vefþættinum EM í dag og sló svo aðeins á létta strengi:
„Hann vissi greinilega ekki að við urðum í ellefta sæti í Pub-Quizi hérna í Thun um daginn."
„Svo ég útskýri aðeins þetta viðtal, þá var það daginn eftir leik og búin að vera mikil umræða um stöðu Þorsteins og skoðanakannanir um hvort hann ætti að vera áfram. Það var mjög neikvæð umræða. Mér fannst þetta meira tækifæri til að fá eina jákvæða rödd til að ræða um Þorstein og bauð þess vegna upp á þessa spurningu," hélt Sindri áfram.
Viðbrögð sem forverar hans myndu aldrei sýna
Það hefur gerst áður en Þorsteinn láti í sér heyra vegna umfjöllunar Sindra um kvennalandsliðið.
„Þetta kom á óvart en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steini er pirraður á mér. Það er eitthvað sem ég þarf bara að sætta mig við. Ég sé ekki eftir neinu og langar ekki að biðjast afsökunar á neinu sem ég gerði. Auðvitað eru taugarnar þandar og hann svekktur með niðurstöðuna en mér finnst þetta frekar glatað komment og viðbrögð sem forverar hans í starfi myndu aldrei sýna."
Þorsteinn hefur oft sagt að umfjöllun fjölmiðla hafi ekki áhrif á sig og hann fylgist ekki með henni. Hann hefur þó verið duglegur að gagnrýna skrif fjölmiðla um liðið eins og Hafliði Breiðfjörð, fyrrum eigandi Fótbolta.net, kemur inná á X samfélagsmiðlinum.
Sumir þjálfarar eru svo fyndnir. Taka ítrekað fram að þeir lesi aldrei neina umfjöllun eins og það sé eitthvað til að monta sig af. Eru svo alltaf að setja út á hitt og þetta sem kemur fram í umfjöllun fjölmiðla. Spurning að ákveða hvaða pól menn ætla að taka?
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) July 9, 2025
Hér að neðan má sjá EM í dag þáttinn í heild sinni.
Athugasemdir