Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna í dag - Ísland endar mótið gegn Noregi
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópumóts kvenna hefst í kvöld þegar Stelpurnar okkar enda keppnina í A-riðli.

Ísland keppir þar við Noreg í leik sem snýst eingöngu um stoltið fyrir báðar þjóðir.

Ísland er þegar dottið úr leik á meðan þær norsku eru búnar að tryggja sér toppsæti riðilsins með sigrum gegn Finnlandi og Sviss í fyrstu tveimur umferðunum. Ísland tapaði fyrir Finnum og Svisslendingum.

Á sama tíma fer fram úrslitaleikur hjá Finnlandi gegn Sviss, þar sem heimakonum í liði Sviss nægir jafntefli verandi með betri markatölu eftir stærri sigur gegn Íslandi.

Landslið kvenna - EM 2025
19:00 Finnland-Sviss (Stade de Geneve)
19:00 Noregur-Ísland (Arena Thun)
Landslið kvenna - EM 2025
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Noregur 2 2 0 0 4 - 2 +2 6
2.    Sviss 2 1 0 1 3 - 2 +1 3
3.    Finnland 2 1 0 1 2 - 2 0 3
4.    Ísland 2 0 0 2 0 - 3 -3 0
Athugasemdir
banner
banner