Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson hefur ákveðið að yfirgefa Ajax. Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Henderson er 35 ára gamall og er með eitt ár eftir af samningi sínum við Ajax. Hann ætlar hins vegar að nýta sérstakt ákvæði í samningnum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið á frjálsri sölu.
Nottingham Forest, Sunderland og Marseille eru meðal félaga sem hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir áfangastaðir fyrir þennan fyrrum fyrirliða Liverpool.
Henderson er með 84 A-landsleiki að baki fyrir enska landsliðið og hefur nýlega verið partur af landsliðshópnum undir stjórn Thomas Tuchel, eftir að hafa ekkert fengið að spreyta sig undir stjórn Gareth Southgate í fyrra.
Athugasemdir