Franski bakvörðurinn Theo Hernández er búinn að skrifa undir þriggja ára samning hjá sádi-arabíska stórveldinu Al-Hilal. Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu í kvöld og bætir „here we go!" við.
Theo verður því kynntur til sögunnar á næstunni en Al-Hilal borgar um 30 milljónir evra til að kaupa leikmanninn, sem á eitt ár eftir af samningi hjá AC Milan og engan áhuga á að skrifa undir.
Theo er 27 ára gamall og hefur verið meðal allra bestu vinstri bakvarða ítölsku deildarinnar á undanförnum árum. Hann á 38 landsleiki að baki fyrir Frakkland og hefur meðal annars verið samningsbundinn Atlético og Real Madrid á ferlinum.
Theo gerir þriggja ára risasamning við Al-Hilal þar sem hann mun spila undir stjórn Simone Inzaghi, með öflugum leikmönnum á borð við Sergej Milinkovic-Savic, Rúben Neves, Joao Cancelo, Kalidou Koulibaly og Malcom.
Athugasemdir