Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daði klár í undanúrslitaleikinn - Davíð hrósaði Arnóri Borg mikið
Arnór Borg.
Arnór Borg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg Jónsson, lykilmaður Vestra, er klár í slaginn fyrir undanúrslitaleik Vestra og Fram í Mjólkurbikarnum á laugardag. Sigurvegarinn fer í úrslitaleik gegn Val í næsta mánuði.

Vestramenn munu svo taka stöðuna á þeim Antoni Kralj og Arnóri Borg Guðjohnsen á föstudag, daginn fyrir leik. Kralj þurfti að fara af velli í leiknum gegn Val en Arnór hefur verið meiddur í lengri tíma.

Í viðtali eftir leikinn síðasta laugardag ræddi Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, um Arnór sem kom frá FH fyrir gluggalok í vor og byrjaði nokkuð vel, en var óheppinn að meiðast fljótlega eftir skiptin.

„Arnór Borg er ennþá í meðhöndlun, alltaf að styttast tíminn, en hvenær hann er klár veit ég ekki alveg. Hans er sárt saknað og gríðarlega mikill fengur fyrir Vestraliðið. Ekki bara sem leikmaður, heldur líka sem innblástur inn í klefann okkar. Hann er töluvert stærri í klefanum heldur en ég bjóst við að hann yrði, gríðarlega duglegur, mætir alla daga klukkan 10 á morgnana í meðhöndlun og er frameftir degi. Hann er að gera allt sem hann getur, en því miður er ekki hægt að ýta því neitt framar," sagði Davíð á laugardag.
Athugasemdir
banner