Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle hafnar þriðja tilboðinu í Longstaff
Mynd: EPA
Leeds United er að reyna að kaupa miðjumanninn Sean Longstaff úr röðum Newcastle United.

Newcastle hafnaði þriðja tilboðinu frá Leeds í dag, sem hljóðaði upp á 12 milljónir punda.

Longstaff er 27 ára heimamaður sem er uppalinn í Newcastle og hefur spilað 214 leiki fyrir félagið. Hann kom við sögu í 32 leikjum á síðustu leiktíð.

Newcastle er talið vera reiðubúið til að selja leikmanninn en aðeins fyrir rétta upphæð, sem er talin vera um 15 milljónir punda.

Longstaff, sem verður 28 ára í október, er aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner