
England fór illa með Holland er liðin áttust við á Evrópumótinu í Sviss í dag. Lokatölur voru 4-0.
Þetta var athyglisverður leikur af mörgum ástæðum og einna helst að í liðunum tveimur eru miklir markaskorarar sem eru í sambandi utan vallar.
Þetta var athyglisverður leikur af mörgum ástæðum og einna helst að í liðunum tveimur eru miklir markaskorarar sem eru í sambandi utan vallar.
Vivianne Miedema og Beth Mead hafa verið kærustupar í þrjú ár. Þær kynntust þegar þær spiluðu báðar með Arsenal en í dag þekkja þær það vel að vera andstæðingar þar sem Miedema spilar með Manchester City á meðan Mead er enn leikmaður Arsenal.
Þær fengu ekki að mætast inn á vellinum í dag því Mead byrjaði á bekknum hjá Englandi. Hún kom svo inn á þegar 76 mínútur voru búnar, en tíu mínútum áður hafði Miedema farið af velli.
„Mér hefur ekki gengið vel gegn henni, en vonandi getum við breytt því," sagði Miedema fyrir leikinn, en því miður fyrir hana þá breyttist það ekki. England er núna í kjörstöðu að komast áfram í átta-liða úrslitin á EM.
Athugasemdir