Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Flaug til Eistlands fyrir sinn fyrsta Evrópuleik - „Eitthvað allt öðruvísi framundan"
'Það eru verðlaunin sem við fáum til baka'
'Það eru verðlaunin sem við fáum til baka'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hef trú á mínu liði og með góðum stuðningi á fimmtudag tel ég að við getum tekið fyrsta skrefið í þessu einvígi'
'Ég hef trú á mínu liði og með góðum stuðningi á fimmtudag tel ég að við getum tekið fyrsta skrefið í þessu einvígi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari Flora, Konstantin Vassiljev. 'Þjálfarinn er af rússneska skólanum ef maður getur orðað það þannig, það er mikið lag upp úr strúktúr, aga og skipulagi'
Þjálfari Flora, Konstantin Vassiljev. 'Þjálfarinn er af rússneska skólanum ef maður getur orðað það þannig, það er mikið lag upp úr strúktúr, aga og skipulagi'
Mynd: EPA
Túfa skellti sér til Eistlands eftir leikinn gegn Vestra og fylgdist með Flora spila í eistnesku deildinni.
Túfa skellti sér til Eistlands eftir leikinn gegn Vestra og fylgdist með Flora spila í eistnesku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur unnið fimm leiki í röð í deild og bikar.
Valur hefur unnið fimm leiki í röð í deild og bikar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég kom í nótt heim, eftir leikinn á Ísafirði tók ég næturflug til Tallinn og horfði á leikinn á sunnudagskvöld þar sem spiluðu heima á móti Nomme Kalju sem er líka í toppbaráttunni og líka í Sambandsdeildinni. Fyrir það vorum við búnir að safna fullt af upplýsingum, horfðum á 4-5 leiki með þeim," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, við Fótbolta.net í gær.

Framundan hjá Val er viðureign gegn eistneska liðinu Flora Tallinn í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn fer fram á N1 vellinum að Hlíðarenda, heimavelli Vals, og hefst klukkan 20:00 annað kvöld.

Breytt lið frá leikjunum gegn Víkingi
„Þetta er svolítið breytt lið frá því sem mætti Víkingi í fyrra, minnir að það séu bara fjórir í byrjunarliðinu í dag sem voru í því í fyrra. Þeir enduðu í 4. sæti í fyrra sem var ekki ásættanlegur árangur, fóru í þjálfarabreytingu og leikmannabreytingar. Þjálfarinn, Konstantin Vassiljev, er fyrrverandi leikmaður sem spilaði bæði hjá Flora og erlendis. Hann er leikjahæsti landsliðsmaður Eista í sögunni, með 158 landsleiki, þetta er því stór prófíll. Liðið er skipað yngri leikmönnum, spila 4-3-3, vel agaðir og gott skipulag, leikstíllinn er á hreinu. Þetta verða hörku leikir, þeir eru í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Levadia. Þeir eru búnir með 5-6 fleiri leiki en við, búnir með 20 leiki í deildinni."

Ef þú vilt einhvern tímann mæta í leik í Evrópukeppni þá er það akkúrat núna
Í leikmannahópi Flora eru eingöngu eistneskir leikmenn. Hversu gott lið er þetta?

„Það er pínu erfitt að meta gæði leikmanna í deildum sem þú ert ekki að spila við í hverri viku. Þetta er stór klúbbur, atvinnumannalið og þeir litu vel út í leiknum sem ég sá."

„Við erum að koma inn í þessa leiki í mjög góðu mómenti, það hefur gengið vel hjá okkur og sjálfstraustið er hátt; liðið er á góðu róli. Ef þú vilt einhvern tímann mæta í leik í Evrópukeppni þá er það akkúrat núna. Við erum alltaf sterkir á okkar heimavelli á Hlíðarenda og ég er ánægður að við erum að byrja þar. Þetta eru alltaf tveir leikir, við erum að spila á móti góðu lið, það er alveg klárt mál."


Ekki hægt að segja „eigum að vinna"
Á Valur að vinna Flora Tallinn?

„Ég held að það sé ekki hægt fara í leik í Evrópukeppni gegn liði í svipaðri deild og segja að við eigum að vinna. Við viljum auðvitað gríðarlega mikið vinna, þetta er önnur keppni, fann það á æfingu með leikmönnum að stemningin er öðruvísi þegar deild og bikar er sett til hliðar. Þetta er skemmtilegt, allir vilja vera á þessu sviði, önnur umgjörð; Flora spilar á 15 þúsund manna velli. Við erum að mæta atvinnumannaliði, það eru serbneskir þjálfarar sem hafa þjálfað í Eistlandi sem ég þekki til, ég veit að þetta verða hörku leikir! Við höfum trú á því að með stabílli frammistöðu í leikjunum tveimur þá getum við farið áfram. Það er mín tilfinning að árangurinn hjá íslenskum liðum gegn eistneskum sé misjafn, Víkingur spilaði tvo hörku leiki í fyrra; jafntefli í fyrri leik og vann svo 1-2 úti. Liðið hjá Flora er sterkara en í fyrra, þannig þetta verða hörku leikir. Við viljum halda því sem við höfum verið að gera áfram og taka næsta skref og komast áfram."

Þjálfarinn af rússneska skólanum
Flora spilar 4-3-3, er þetta líkt einhverju íslensku liði?

„Ég myndi segja að leikkerfið sé kannski líkt Breiðabliki og Stjörnunni. Aftur á móti þá finnur maður að það er agi og skipulag sem minnir mig á það sem ég þekki frá Serbíu, þjálfarinn er af rússneska skólanum ef maður getur orðað það þannig, það er mikið lag upp úr strúktúr, aga og skipulagi. Þeir eru góðir í því sem þeir vilja gera, það var gott að fara út og sjá þá spila, sjá hvað þeir vilja gera. Þetta lið á bara hrós skilið fyrir hvernig þeir spila. Þeir mættu í dag (þriðjudag) til Reykjavíkur, það sýnir að það er metnaður hjá þeim fyrr og ná góðum undirbúningi. Ég hef trú á mínu liði og með góðum stuðningi á fimmtudag tel ég að við getum tekið fyrsta skrefið í þessu einvígi."

Fyrsta Evrópueinvígið sem aðalþjálfari
Túfa er að fara í sitt fyrsta Evrópueinvígi sem aðalþjálfari, hvernig leggst það í hann?

„Það leggst mjög vel í mig, mikill spenningur. Við í þjálfarateyminu erum búnir að leggja okkur þvílíkt fram, haldið einbeitingunni á deildinni, höfum spilað á þriggja daga fresti síðustu 25 daga. Við höfum verið klárir með öll skilaboð sem leikmenn þurfa að fá fyrir leiki. Metnaðurinn er mikill, við reynum að gera allt sem við getum gert til að vera eins vel undirbúnir og hægt er. Þannig verður þetta áfram."

„Ég finn að það er eitthvað allt öðruvísi framundan, minnir mig á tímann í Svíþjóð, ferð í leiki þar sem þú þekkir ekki hitt liðið eða þjálfarann, það þarf að vera enn meira á tánum, horfa á fleiri leiki og klippur. Það eru mjög fáir klukkutímar sem maður sefur undanfarnar vikur. En við allir viljum vera í þessu og þegar maður er að gera vel, að keppa á öllum vígstöðvum, þá er þetta svona. Það eru verðlaunin sem við fáum til baka,"
segir Túfa.

Í seinni hluta viðtalsins, sem birtur verður seinna í dag, talar Túfa meira um leikmenn Vals og hrósar þeim mikið.
Athugasemdir
banner