Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ekitike vill frekar fara í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Frankfurt
Franski framherjinn Hugo Ekitike vill frekar fara í ensku úrvalsdeildina heldur en til Sádi-Arabíu og virðist Liverpool leiða kapphlaupið um hann.

Newcastle United, Liverpool og Chelsea hafa öll áhuga á Ekitike sem vill yfirgefa Eintracht Frankfurt í sumar eftir að hafa komið að 34 mörkum í 48 leikjum á síðustu leiktíð.

Arsenal og Manchester United eru meðal félaga sem hafa einnig verið orðuð við Ekitike.

Ekitike er 23 ára gamall og skoraði 5 mörk í 5 leikjum með franska U21 landsliðinu, en hann á eftir að spila með A-landsliðinu.

Al-Hilal og Al-Qadsiah vilja einnig kaupa Ekitike en leikmaðurinn er ekki spenntur fyrir að skipta til Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner