Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Valur og Víkingur mæta til leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku stórliðin Víkingur R. og Valur mæta til leiks í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Víkingur, sem gerði óvænta og frábæra hluti í Sambandsdeildinni á síðustu leiktíð, heimsækir Malisheva til Kósovó í fyrri leik kvöldsins.

Víkingar náðu mögnuðum árangri í Sambandsdeildinni þar sem þeir komust upp úr deildarkeppninni og voru óheppnir að detta úr leik gegn gríska stórveldinu Panathinaikos.

Valur hefur aldrei komist upp úr forkeppninni en reynir aftur í ár. Valsarar taka á móti FC Flora frá Eistlandi í lokaleik kvöldsins.

Það er mikið af leikjum á dagskrá í dag og í kvöld þar sem lið eigast við um alla Evrópu í forkeppnum Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar.

BK Häcken, FC Midtjylland, KÍ Klaksvík og NSÍ Runavík eru meðal liða sem mæta til leiks í dag og í kvöld.

Evrópudeildin
16:00 Sabah FK - Celje
16:30 AEK Larnaca - Partizan Belgrad
17:00 Paks - CFR Cluj
17:00 Sheriff - Prishtina
17:30 Levski - Hapoel Beer Sheva
18:00 Shakhtar D - Ilves
18:15 Spartak Trnava - Häcken
19:00 Legia - Aktobe

Sambandsdeildin
14:00 Atletic Escaldes - Dudelange
15:00 Magpies - Paide
16:00 Kauno Zalgiris - Penybont
16:00 SJK - KÍ Klaksvík
16:00 Torpedo K. - Ordabasy
16:30 Racing Union - Dila Gori
16:30 Urartu - Neman
16:45 Nomme Kalju - Partizani
18:00 Birkirkara FC - Petrocub
18:00 Decic Tuzi - Sileks
18:00 Vllaznia - Daugava D
18:00 Torpedo-BelAZ - Rabotnicki
18:15 Malisheva - Vikingur R.
18:30 Sutjeska Niksic - Dinamo Brest
18:30 Vardar - La Fiorita
18:30 Zeljeznicar - Koper
18:45 NSI Runavik - HJK Helsinki
18:45 St Patricks - Hegelmann Litauen
19:00 Borac BL - Santa Coloma
19:00 Larne FC - Auda
19:00 SP Tre Fiori - Pyunik
20:00 Valur - Flora
Athugasemdir
banner