Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Ég nenni þeim ekki lengur"
Icelandair
EM KVK 2025
Úr leik Íslands og Noregs fyrr á þessu ári.
Úr leik Íslands og Noregs fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Noregur er með fullt hús stiga fyrir leikinn á morgun.
Noregur er með fullt hús stiga fyrir leikinn á morgun.
Mynd: EPA
Núna spilum við bara upp á stoltið.
Núna spilum við bara upp á stoltið.
Mynd: EPA
Á morgun fer fram leikur Íslands og Noregs á Evrópumótinu í fótbolta. Staðan er þannig fyrir leikinn að Ísland er úr leik á mótinu á meðan Noregur er búið að vinna riðilinn.

Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil þá er íslenski hópurinn staðráðinn í að vinna leikinn á morgun og enda mótið með stæl. Það mátti heyra strax á leikmönnum eftir leikinn gegn Sviss á dögunum sem tapaðist 2-0.

„Við ætlum bara að fokking vinna Noreg. Ég nenni þeim ekki lengur. Við spilum fyrir stoltið og þá frábæru áhorfendur sem eru hérna og þeir eiga skilið að fá sigur," sagði miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leikinn gegn Sviss og tóku fleiri leikmenn undir það.

Við ætlum að vinna á morgun
Á fréttamannafundi í dag sagði svo Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að íslenska hópnum bæri skylda að mæta af krafti í leikinn á morgun og gera þetta almennilega.

„Við förum inn í þennan leik til að vinna hann og gerum allt sem við getum til þess. Við ætlum að reyna að enda mótið á eins jákvæðum nótum og hægt er," sagði Steini á fundinum.

„Ég held að dagurinn í gær hafi hjálpað leikmönnum til að hrista aðeins úr sér síðustu viku. Svo þurftum við að núllstilla okkur í dag, mæta á æfingu og gera vel þar. Svo er það bara morgundagurinn. Við erum með fólk hérna sem kom að horfa á okkur og fylgja okkur alla leið. Við höfum skyldum að gegna gagnvart því fólki, gagnvart sjálfum okkur og öllum í kringum okkur að leggja allt í þetta. Annað er ekki í boði hjá okkur."

Ísland var í sömu stöðu 2017; búið að tapa báðum leikjunum og úr leik. Þá mætti liðið Austurríki í lokaleik sínum á mótinu og gjörsamlega sprakk, en sá leikur endaði með 3-0 sigri Austurríkis. Hvað þurfum við að gera núna svo það komi ekki fyrir aftur núna?

„Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og leggja allt í þetta. Andlega er þetta erfitt en þú þarft að fara inn í þennan leik og gefa allt í þetta. Við þurfum að skilja vonbrigðin eftir eins og hægt er, og spila þennan leik eins vel og við getum. Leggja allt í hann. Síðan getum við skoðað einhverja aðra hluti. Ég, leikmenn og starfsmenn þurfum að undirbúa okkur vel, fórna okkur í þetta og klára þetta," sagði Steini.

Íslenska liðið hefur tvisvar spilað við Noreg á þessu ári og enduðu þeir leikir báðir með jafntefli. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir segir íslenska liðið staðráðið í að vinna leikinn á morgun.

„Við höfum sýnt það í þessum tveimur leikjum að við vorum betri. Við vorum óheppnar að skora ekki og óheppnar að vinna ekki leikina. Þetta er hörkulið en við erum það líka. Við ætlum að vinna á morgun," sagði Cecilía.
Athugasemdir
banner