Lyon verður áfram í efstu deild Frakklands en það vann áfrýjun eftir að hafa verið dæmt niður vegna skuldastöðu félagsins. Reims mun því spila í B-deildinni.
Þetta eru vondar fréttir fyrir Crystal Palace sem verður líklega sett niður í Sambandsdeildina og Nottingham Forest tekur þá sætið í Evrípudeildinni.
Þetta eru vondar fréttir fyrir Crystal Palace sem verður líklega sett niður í Sambandsdeildina og Nottingham Forest tekur þá sætið í Evrípudeildinni.
Palace vann FA-bikarinn sem á að gefa þátttökurétt í Evrópudeildinni. En reglur UEFA um eignarhald á mörgum félögum setja strik í reikninginn.
Bandaríski viðskiptamaðurinn John Textor átti meirihluta í báðum félögum en Lyon fer í Evrópudeildina. Reglurnar segja að þar sem Lyon endaði ofar í sinni deild en Palace, í sjötta sæti miðað við tólfta, þá á það að fá sætið.
Textor hefur selt sinn hlut í Palace en náði ekki að gera það áður en frestur UEFA rann út. Á næstu dögum mun UEFA tilkynna um niðurstöðuna í málinu en líklegt er að Forest, sem átti að fara í Sambandsdeildina, skipti um sæti við Palace.
Guardian segir að Palace myndi líklega áfrýja þeirri niðurstöðu til CAS, alþjóðlega íþróttadómstólsins.
Athugasemdir