Frakkland 4 - 1 Wales
1-0 Clara Mateo ('8 )
1-1 Jessica Fishlock ('13 )
2-1 Kadidiatou Diani ('45+1, víti)
3-1 Amel Majri ('53 )
4-1 Grace Geyoro ('63 )
1-0 Clara Mateo ('8 )
1-1 Jessica Fishlock ('13 )
2-1 Kadidiatou Diani ('45+1, víti)
3-1 Amel Majri ('53 )
4-1 Grace Geyoro ('63 )
Frakkland mætti Wales í annarri umferð EM kvenna í kvöld og tók forystuna snemma leiks þegar Clara Mateo skoraði eftir hornspyrnu á áttundu mínútu.
Jessica Fishlock jafnaði fyrir Wales fimm mínútum síðar eftir kaótíska sókn þar sem markið var upprunalega dæmt ógilt vegna rangstöðu, en sú ákvörðun leiðrétt eftir athugun í VAR-herberginu. Fishlock fékk góða sendingu frá Ceri Holland sem lá í jörðinni og gerði frábærlega að koma boltanum frá sér undir pressu.
Frakkar voru þó talsvert sterkari aðilinn og tóku forystuna á ný í uppbótartíma fyrri hálfleiks, þegar Kadidiatou Diani skoraði úr vítaspyrnu eftir að Holland braut á Mateo innan teigs.
Yfirburðir Frakka héldu áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Amel Majri og Grace Geyoro bættu sitthvoru markinu við til að gera út um viðureignina. Staðan orðin 4-1 eftir slakan varnarleik Walesverja sem töpuðu fyrst boltanum á slæmum stað og horfðu svo á Frakka spila sig í gegn og innsigla sigurinn.
Wales fékk tækifæri til að minnka muninn en tókst ekki að skora, svo lokatölur urðu 4-1. Frakkar tróna á toppi D-riðils með sex stig eftir tvær umferðir.
Þær frönsku eru í frábærri stöðu til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Eina leiðin fyrir þær til að detta úr leik er að tapa með miklum mun gegn Hollandi í lokaumferðinni.
Athugasemdir