
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða aftur liðsfélagar á næsta tímabili þar sem þær eru báðar búnar að skrifa undir hjá Inter á Ítalíu.
Cecilía og Karólína eru auðvitað liðsfélagar í landsliðinu og voru áður saman á mála hjá Bayern München. Karólína var á síðasta tímabili á láni hjá Bayer Leverkusen á meðan Cecilía sló í gegn hjá Inter, en þær verða núna saman í liði á næstu leiktíð.
Cecilía og Karólína eru auðvitað liðsfélagar í landsliðinu og voru áður saman á mála hjá Bayern München. Karólína var á síðasta tímabili á láni hjá Bayer Leverkusen á meðan Cecilía sló í gegn hjá Inter, en þær verða núna saman í liði á næstu leiktíð.
Cecilía kveðst mjög spennt fyrir þessu en hún sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag þar sem hún var spurð út í félagaskiptin.
„Ótrúlega skemmtilegt," sagði Cecilía.
„Við erum komnar aftur í sama lið en við þekkjum það vel að vera í sama liði. Ég er ótrúlega ánægð, bæði að fá hana með mér inn á völlinn og líka gaman að vera með Íslending í liðinu."
„Ég er líka glöð að skipta alfarið yfir, komin í lið þar sem ég spila og er með traust," sagði markvörðurinn öflugi.
Athugasemdir