Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gyökeres sagt að mæta til æfinga á föstudag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Viktor Gyökeres ætli sér ekki að mæta á æfingar hjá Sporting CP í sumar þrátt fyrir að vera samningsbundinn Portúgalsmeisturunum.

Liðsfélagar hans hjá Sporting eru byrjaðir að æfa en Gyökeres hefur fengið frest til 11. júlí að mæta á fyrstu æfinguna vegna viðræðna við Arsenal.

Nú greina fjölmiðlar þó frá því að viðræðum Sporting og Arsenal miði ekki áfram.

Ef samkomulag næst ekki á milli félaganna gæti farið svo að Gyökeres neiti að mæta á æfingar hjá Sporting. Hann er gríðarlega ósáttur eftir að félagið vanvirti heiðursmannasamkomulag við sig. Gyökeres bjóst við að vera seldur fyrir 60 milljónir evra en núna heimtar Sporting 80 milljónir til að selja leikmanninn.

Arsenal er að líta í kringum sig og gæti kosið að reyna við önnur skotmörk ef viðræðunum við Sporting miðar ekki áfram.

Sporting hafnaði 70 milljón evra tilboði frá Arsenal í leikmanninn en er reiðubúið til að selja hann fyrir 10 milljónir til viðbótar.

Gyökeres vill ólmur skipta til Arsenal og er reiðubúinn til að lækka sinn hlut um 2 milljónir til að auðvelda fyrir félagaskiptunum.

Gyökeres er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir fimm ára samningi hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner