Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   mið 09. júlí 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vonast til að vera áfram hjá Barcelona
Mynd: EPA
Úrúgvæski varnarmaðurinn Ronald Araújo vonast til að vera áfram hjá FC Barcelona á næstu leiktíð.

Araújo er eftirsóttur af stórveldum á borð við FC Bayern og Juventus en hefur engan áhuga á að flytja burt frá Barcelona.

„Ég vil vera áfram hérna en það er aldrei hægt að vita neitt með vissu í fótboltaheiminum," sagði Araújo meðal annars.

Araújo er nýlega búinn að skrifa undir nýjan samning við Barca sem gildir til 2031 og er Hansi Flick þjálfari mjög hrifinn af honum.

Flick og stjórnendur hafa sagt í viðtölum að félagið vill halda Araújo þrátt fyrir mikilvæg tilboð.
Athugasemdir