Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 17:27
Elvar Geir Magnússon
Chemsdine Talbi til Sunderland (Staðfest)
Chemsdine Talbi hefur verið kynntur hjá Sunderland.
Chemsdine Talbi hefur verið kynntur hjá Sunderland.
Mynd: Sunderland
Sunderland hefur gengið frá kaupum á vængmanninum Chemsdine Talbi frá Club Brugge en verðmiðinn gæti náð 19,5 milljónum punda.

Talbi, sem er 20 ára gamall, skrifaði undir fimm ára samning sem bindur hann við Sunderland til ársins 2029. Sunderland er nýliði í ensku úrvalsdeildinni.

Talbi er fæddur í Belgíu og spilaði fyrir unglingalið landsins, en hann hefur síðar ákveðið að spila fyrir landslið Marokkó. Hann sagði að draumurinn um að spila í „stærstu og bestu deild í heimi“ hafi fengið hann til að fara til Sunderland.

„Ég hlakka virkilega til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Talbi. „Góður klúbbur, spennandi lið með marga unga leikmenn – þetta hvetti mig til að koma hingað.“

Talbi vakti athygli á síðasta tímabili hjá Club Brugge þar sem hann skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í 44 leikjum. Auk þess skoraði hann tvö mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni fyrir belgíska félagið.
Athugasemdir
banner
banner