Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fim 11. apríl 2024 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City rennir hýru auga til lykilmanns Bayern
Mynd: Getty Images
Manchester City er samkvæmt The Independent að skoða þann möguleika að kaupa Jamal Musiala af Bayern Munchen í sumar.

Sagt er að áhugi City sé kominn lengra en hjá öðrum stórum evrópskum félögum. Musiala er 21 árs þýskur landsliðsmaður sem er sagður vilja sjá Bayern sýna fram á að félagið geti barist við þau bestu í álfunni ef hann á að vera áfram í Bæjaralandi.

Musiala er samningsbundinn fram á sumarið 2026 en hefur sem stendur lítinn áhuga á því að ræða um nýjan samning.

Sagt er að City sé það félag sem hafi mestan áhuga á leikmanninum. Liverpool, Barcelona og PSG eru einnig sögð fylgjast með leikmanninum sem sagður er hafa mestan áhuga á því að prófa fyrir sér í úrvalsdeildinni næst.

Musiala er lykilmaður í liði Bayern og hefur hann skorað tíu mörk og lagt upp sex í Bundesliga á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner