Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 20:12
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Scamacca tók forystuna eftir mistök hjá Kelleher
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool er einu marki undir á heimavelli í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem Atalanta er í heimsókn frá Ítalíu.

Seinni hálfleikur er farinn af stað og gerði Jürgen Klopp þjálfari Liverpool þrefalda skiptingu í leikhlé, þar sem Mohamed Salah, Dominik Szoboszlai og Andy Robertson komu inn af bekknum.

Hann var ekki sáttur með gang mála í fyrri hálfleik, sem var frekar jafn en gestirnir frá Bergamó fengu bestu færin. Caoimhin Kelleher varði meistaralega strax á þriðju mínútu þegar hann notaði andlitið til að stöðva skot Mario Pasalic úr dauðafæri, en markið hefði líklega ekki staðið vegna brots í aðdragandanum.

Eins vel og Kelleher fórnaði sér til að verja frá Pasalic þá er hægt að setja stórt spurningarmerki við markvörsluna hans á 38. mínútu, þegar Gianluca Scamacca fékk úrvalsfæri en átti ekkert sérstaklega gott skot. Þó endaði boltinn á að fara undir handleggi Kelleher og í netið.

Harvey Elliott átti bestu marktilraun Liverpool en skot hans hafnaði í tréverkinu.

Sjáðu markvörslu Kelleher

Sjáðu mark Scamacca
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner