Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 12. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Real og Barca eiga útileiki
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Real Betis og Celta Vigo hefja helgina í spænska boltanum í kvöld, þar sem heimamenn í Betis þurfa sigur enda eru þeir að missa af Evrópusæti eftir fjóra tapleiki í röð.

Celta þarf einnig sigur þar sem liðið er í harðri fallbaráttu, þremur stigum fyrir ofan Cadiz í fallsæti.

Atlético Madrid hefur morgundaginn í hádeginu á stórleik gegn Girona, en sjö stig skilja liðin að í meistaradeildarsætunum.

Real Madrid og Barcelona mæta einnig til leiks á morgun þar sem stórveldin eiga útileiki gegn Mallorca og Cadiz eftir að hafa spilað fjöruga stórleiki gegn Manchester City og PSG í miðri viku.

Real er með átta stiga forystu á Barca í titilbaráttunni, þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.

Stærsti leikur sunnudagsins fer fram í Bilbao, þar sem heimamenn í Athletic eru í harðri baráttu um meistaradeildarsæti og munu gera allt í sínu valdi til að bera sigur úr býtum gegn Villarreal, áður en Real Sociedad fær botnlið Almeria í heimsókn og getur unnið sinn fjórða leik í röð í Evrópubaráttunni.

Lokaleikur 31. umferðar fer fram á mánudagskvöldið, þegar Osasuna og Valencia eigast við.

Föstudagur:
19:00 Real Betis - Celta Vigo

Laugardagur:
12:00 Atletico Madrid - Girona
14:15 Rayo Vallecano - Getafe
16:30 Mallorca - Real Madrid
19:00 Cadiz - Barcelona

Sunnudagur:
12:00 Las Palmas - Sevilla
14:15 Granada CF - Alaves
16:30 Athletic Bilbao - Villarreal
19:00 Real Sociedad - Almeria

Mánudagur:
19:00 Osasuna - Valencia
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 38 29 8 1 87 26 +61 95
2 Barcelona 38 26 7 5 79 44 +35 85
3 Girona 38 25 6 7 85 46 +39 81
4 Atletico Madrid 38 24 4 10 70 43 +27 76
5 Athletic 38 19 11 8 61 37 +24 68
6 Real Sociedad 38 16 12 10 51 39 +12 60
7 Betis 38 14 15 9 48 45 +3 57
8 Villarreal 38 14 11 13 65 65 0 53
9 Valencia 38 13 10 15 40 45 -5 49
10 Alaves 38 12 10 16 36 46 -10 46
11 Osasuna 38 12 9 17 45 56 -11 45
12 Getafe 38 10 13 15 42 54 -12 43
13 Sevilla 38 10 11 17 48 54 -6 41
14 Celta 38 10 11 17 46 57 -11 41
15 Mallorca 38 8 16 14 33 44 -11 40
16 Las Palmas 38 10 10 18 33 47 -14 40
17 Vallecano 38 8 14 16 29 48 -19 38
18 Cadiz 38 6 15 17 26 55 -29 33
19 Almeria 38 3 12 23 43 75 -32 21
20 Granada CF 38 4 9 25 38 79 -41 21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner