Brynjólfur Andersen Willumsson og Hákon Arnar Haraldsson voru aftur á skotskónum á undirbúningstímabilinu í dag.
Blikinn Brynjólfur skoraði annað mark Groningen í 2-0 sigri á Emmen en hann kom inn af bekknum eftir klukkutíma leik.
Hann hefur nú skorað í öllum þremur æfingaleikjum Groningen á undirbúningstímabilinu.
Hákon Arnar skoraði tvö mörk er Lille vann Amiens 5-0. Hann skoraði mörkin með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleiknum og var annað markið sérstaklega glæsilegt með góðu innanfótarskoti úr teignum.
Benoný Breki Andrésson lagði upp sigurmark Stockport County í 3-2 sigri liðsins á Bristol Rovers.
Galdur Guðmundsson skoraði og sá rautt er Horsens tapaði fyrir Lyngby, 3-1, í æfingaleik. Ísak Snær Þorvaldsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Lyngby.
Andri Lucas Guðjohnsen spilaði í 1-1 jafntefli gegnt gegn RAAL La Louviere og þá byrjuðu þeir Daníel Dejan Djuric og Logi Hrafn Róbertsson í 1-0 sigri Istra 1961 á Slovacko.
Nóel Atli Arnórsson byrjaði hjá Álaborg sem tapaði fyrir Viborg, 2-0.
Lúkas Petersson, markvörður U21 árs landsliðsins, spilaði síðari hálfleikinn með aðalliði Hoffenheim sem vann Freiburg, 3-2. Hann hefur verið í þriggja markvarðarteymi aðalliðsins síðan í byrjun síðustu leiktíðar.
Sverrir Ingi Ingason lék þá fyrri hálfleikinn í 2-1 tapi Panathinaikos gegn Braga.
Elfsborg vann Íslendingaslaginn og Stefán Ingi í tapliði
Júlíus Magnússon kom inn af bekknum er Elfsborg vann 2-1 sigur á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni.
Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Gautaborg og þá var Ari Sigurpálsson ónotaður varamaður hjá Elfsborg.
Elfsborg er í 3. sæti með 29 stig en Gautaborg í 7. sæti með 22 stig.
Stefán Ingi Sigurðarson byrjaði hjá Sandefjord sem tapaði fyrir Bodö/Glimt, 3-0, í norsku úrvalsdeildinni.
Bodö/Glimt er í 4. sæti með 23 stig en Sandefjord í 6. sæti með 21 stig.
16' I ???? 2?-0?? ?
— LOSC (@LOSC_EN) July 12, 2025
Two minutes later, Hakon Haraldsson doubles the lead with a beautiful strike out of the goalkeeper's reach ????#LOSCASC
pic.twitter.com/OUoK8fNW4r
Athugasemdir