KFA vann ótrúlegan og dramatískan 4-3 sigur á toppliði Ægis í 2. deild karla í dag.
KFA 4 - 3 Ægir
1-0 Heiðar Snær Ragnarsson ('3 )
2-0 Jacques Bayo Mben ('9 )
2-1 Dimitrije Cokic ('18 )
3-1 Heiðar Snær Ragnarsson ('21 )
3-2 Bjarki Rúnar Jónínuson ('45 )
3-3 Bjarki Rúnar Jónínuson ('82 , Mark úr víti)
4-3 Marteinn Már Sverrisson ('90 )
Bæði lið höfðu verið á góðu róli. KFA hafði unnið tvo í röð á meðan Ægir hafði unnið þrjá í röð.
Heimamenn byrjuðu frábærlega og komust í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum. Heiðar Snær Ragnarsson og Jacques Bayo Mben með mörkin.
Dimitrije Cokic minnkaði muninn fyrir Ægi á 18. mínútu en Heiðar Snær svaraði með þriðja marki KFA aðeins þremur mínútum síðar og róðurinn því þungur fyrir gestina.
Bjarki Rúnar Jónínuson náði að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks og jafnaði síðan metin með marki úr vítaspyrnu þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Góð endurkoma hjá Ægi en hún dugði ekki til því Marteinn Már Sverrisson náði að koma inn sigurmarki seint í uppbótartíma og tryggja KFA þriðja sigurinn í röð.
KFA hoppar upp í 4. sætið með 20 stig en Ægir áfram á toppnum með 26 stig og mun liðið líklega halda sætinu út þessa umferð.
KFA Danny El-Hage (m), Heiðar Snær Ragnarsson (72'), Geir Sigurbjörn Ómarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Imanol Vergara Gonzalez (87'), Birkir Ingi Óskarsson (82'), Jacques Bayo Mben (72'), Þór Sigurjónsson, Patrekur Aron Grétarsson, Jawed Abd El Resak Boumeddane, Hrafn Guðmundsson (72')
Varamenn Arkadiusz Jan Grzelak (82'), Nikola Kristinn Stojanovic (87'), Marteinn Már Sverrisson (72'), Adam Örn Guðmundsson, Unnar Ari Hansson (72') (72'), Javier Montserrat Munoz (72'), Milan Jelovac (m)
Ægir Andri Þór Grétarsson (m), Stefan Dabetic, Atli Rafn Guðbjartsson, Jordan Adeyemo, Dimitrije Cokic, Sigurður Óli Guðjónsson, Aron Daníel Arnalds (46'), Einar Breki Sverrisson (70'), Benedikt Darri Gunnarsson (76'), Baptiste Gateau, Bjarki Rúnar Jónínuson
Varamenn Anton Breki Viktorsson (76), Jón Jökull Þráinsson, Bilal Kamal (46), Daníel Karl Þrastarson (70), Aron Óskar Þorleifsson (m)
KFG 0 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('44 )
0-2 Luke Williams ('57 )
Rautt spjald: Luis Romero Jorge, Víkingur Ó. ('32)
Víkingur Ó. vann 2-0 sigur á KFG á Samsung-vellinum í Garðabæ og það þrátt fyrir að spila manni færri í klukkutíma.
Luis Romero Jorge sá rauða spjaldið á 32. mínútu en það stöðvaði ekki Ólsara sem komust yfir með marki Ingvars Freys Þorsteinssonar undir lok hálfleiksins.
Luke Williams tryggði sigurinn með öðru marki Ólsara á 57. mínútu sem kom Ólafsvíkingum upp í 7. sæti með 16 stig en KFG í 9. sæti með 13 stig.
KFG Guðmundur Rafn Ingason (m), Helgi Snær Agnarsson (84'), Róbert Kolbeins Þórarinsson, Benedikt Pálmason, Kristján Ólafsson (63'), Arnar Ingi Valgeirsson (65'), Bóas Heimisson (63'), Daníel Darri Þorkelsson, Dagur Óli Grétarsson (84'), Djordje Biberdzic, Jökull Sveinsson
Varamenn Stefán Alex Ríkarðsson, Atli Freyr Þorleifsson, Magnús Andri Ólafsson (84'), Jóhannes Breki Harðarson (63'), Ólafur Viðar Sigurðsson (65'), Arnar Darri Þorleifsson (63'), Eyþór Örn Eyþórsson (84')
Víkingur Ó. Jón Kristinn Elíasson (m), Ingvar Freyr Þorsteinsson (78'), Gabriel Þór Þórðarson, Daði Kárason (87'), Ivan Lopez Cristobal, Luke Williams, Kristófer Áki Hlinason (87'), Luis Romero Jorge, Luis Alberto Diez Ocerin, Asmer Begic (60'), Kwame Quee (78')
Varamenn Anel Crnac (60), Björn Darri Ásmundsson (78), Haukur Smári Ragnarsson, Ingólfur Sigurðsson (87), Björn Henry Kristjánsson (87), Ellert Gauti Heiðarsson (78), Kristall Blær Barkarson (m)
Kári 1 - 4 Höttur/Huginn
0-1 Þórhallur Ási Aðalsteinsson ('19 )
0-2 Bjarki Fannar Helgason ('54 )
1-2 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('63 )
1-3 Eyþór Magnússon ('75 )
1-4 Stefán Ómar Magnússon ('90 )
Rautt spjald: ,Mikael Hrafn Helgason , Kári ('90)Þór Llorens Þórðarson , Kári ('91)
Höttur/Huginn er á blússandi siglingu eftir erfiða byrjun á mótinu en liðið vann annan leik sinn í röð er það sótti 4-1 útisigur á Kára á Akranes.
Þórhallur Ási Aðalsteinsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hött/Hugin og bætti Bjarki Fannar Helgason við öðru snemma í þeim síðari.
Sigurður Hrannar Þorsteinsson náði að koma Kára aftur inn í leikinn þegar hálftími var eftir en gestirnir náðu að slökkva í þeim neista með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins.
Höttur/Huginn er í 10. sæti með 12 stig en Kári í næst neðsta sæti með 9 stig.
Kári Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m), Tómas Týr Tómasson, Benjamín Mehic (59'), Gísli Fannar Ottesen, Sigurður Hrannar Þorsteinsson (86'), Hektor Bergmann Garðarsson (59'), Marteinn Theodórsson (71'), Birkir Hrafn Samúelsson, Sveinn Svavar Hallgrímsson, Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, Matthías Daði Gunnarsson
Varamenn Sigurjón Logi Bergþórsson (59'), Mikael Hrafn Helgason (71'), Benedikt Ísar Björgvinsson, Þór Llorens Þórðarson (59'), Börkur Bernharð Sigmundsson (86'), Kasper Úlfarsson (m)
Höttur/Huginn André Musa Solórzano Abed, Gerard Tomas Iborra, Eyþór Magnússon, Genis Arrastraria Caballe, Danilo Milenkovic (85'), Þórhallur Ási Aðalsteinsson (72'), Bjarki Fannar Helgason, Kristófer Páll Viðarsson (81'), Kristófer Máni Sigurðsson, Kristján Jakob Ásgrímsson (85'), Árni Veigar Árnason (72')
Varamenn Sæbjörn Guðlaugsson (72), Valdimar Brimir Hilmarsson (85), Stefán Ómar Magnússon (72), Ívar Logi Jóhannsson (81), Bjarki Nóel Brynjarsson (85), Brynjar Smári Ísleifsson (m)
Grótta 1 - 2 Kormákur/Hvöt
1-0 Kristófer Dan Þórðarson
1-1 Goran Potkozarac
1-2 Jaheem Burke
Kormákur/Hvöt gerði sér góða ferð á Seltjarnares þar sem liðið vann 2-1 sigur á Gróttu.
Kristófer Dan Þórðarson kom Gróttu yfir með laglegu marki en Goran Potkzorac, lykilmaður Kormáks/Hvatar, jafnaði metin áður en Jaheem Burke gerði sigurmarkið.
Kormákur/Hvöt fer upp í 8. sæti með 15 stig en Grótta er í 5. sæti með 20 stig.
Grótta Alexander Arnarsson (m), Kristófer Melsted, Dagur Bjarkason, Patrik Orri Pétursson, Caden Robert McLagan, Björgvin Brimi Andrésson, Grímur Ingi Jakobsson, Axel Sigurðarson, Björgvin Stefánsson, Aron Bjarni Arnórsson, Kristófer Dan Þórðarson
Varamenn Einar Tómas Sveinbjarnarson, Viktor Orri Guðmundsson, Birgir Davíðsson Scheving, Benedikt Aron Albertsson, Hrannar Ingi Magnússon, Marciano Aziz, Hrafn Sverrisson (m)
Kormákur/Hvöt Simon Zupancic (m), Sigurður Pétur Stefánsson, Papa Diounkou Tecagne, Helistano Ciro Manga, Jón Gísli Stefánsson, Moussa Ismael Sidibe Brou, Goran Potkozarac, Abdelhadi Khalok El Bouzarrari, Juan Carlos Dominguez Requena, Marko Zivkovic, Jaheem Burke
Varamenn Ingvi Rafn Ingvarsson, Kristinn Bjarni Andrason, Sigurður Bjarni Aadnegard, Hlib Horan, Sergio Francisco Oulu, Haukur Ingi Ólafsson, Stefán Freyr Jónsson
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ægir | 12 | 8 | 2 | 2 | 32 - 16 | +16 | 26 |
2. Haukar | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 - 17 | +6 | 23 |
3. Þróttur V. | 12 | 7 | 2 | 3 | 17 - 12 | +5 | 23 |
4. Dalvík/Reynir | 12 | 7 | 1 | 4 | 20 - 11 | +9 | 22 |
5. Grótta | 12 | 5 | 5 | 2 | 20 - 14 | +6 | 20 |
6. KFA | 12 | 5 | 2 | 5 | 31 - 25 | +6 | 17 |
7. Víkingur Ó. | 12 | 4 | 4 | 4 | 21 - 17 | +4 | 16 |
8. Kormákur/Hvöt | 12 | 5 | 0 | 7 | 13 - 22 | -9 | 15 |
9. KFG | 12 | 4 | 1 | 7 | 18 - 25 | -7 | 13 |
10. Höttur/Huginn | 12 | 3 | 3 | 6 | 18 - 27 | -9 | 12 |
11. Kári | 12 | 3 | 0 | 9 | 14 - 32 | -18 | 9 |
12. Víðir | 12 | 2 | 2 | 8 | 12 - 21 | -9 | 8 |
Athugasemdir