Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 12. júlí 2025 19:00
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu samantekt úr bikarsigri Vestra - „Sturluð orka á Ísafirði“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag þegar liðið vann Fram í vítakeppni eftir markalausar 120 mínútur á Ísafirði.

Vestri mun mæta Val í úrslitaleiknum 22. ágúst á Laugardalsvelli en þetta er í fyrsta sinn sem félagið afrekar það að komast í bikarúrslit.

RÚV sýndi leikinn í dag í beinni útsendingu og hér að neðan má sjá samantekt úr leiknum þar sem einnig má sjá viðtöl

Lestu um leikinn: Vestri 5 -  3 Fram

„Bara sturlað. Fáránlegur árangur. Sturluð orka á Ísafirði,“ sagði Davíð Smári þjálfari Vestra við RÚV en Már Ægisson, leikmaður Fram, segir að Framarar hafi átt meira skilið.


Athugasemdir
banner
banner