Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 16. apríl 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Kane segir Tuchel eiga skilið virðingu - „Tottenham stuðningsmenn halda með okkur“
Harry Kane, sóknarmaður Bayern München.
Harry Kane, sóknarmaður Bayern München.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, sóknarmaður Bayern München, ræddi við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi en Bæjarar eru að mæta Arsenal á morgun í seinni viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði með jafntefli 2-2 en liðin eigast við á Allianz vellinum í München annað kvöld.

Kane er goðsögn hjá Tottenham, erkifjendum Arsenal.

„Ég man vel eftir grannaslögunum gegn Arsenal í Norður-London. Þetta var alltaf stærsti leikurinn þegar ég var á Englandi. Ég veit að stuðningsmenn Tottenham munu vona að Bayern hafi betur á morgun og ég mun reyna að aðstoða við að það gerist," segir Kane.

Kane var einnig spurður út í þær sögusagnir að Bayern vilji fá Julian Nagelsmann til að taka aftur við liðinu þegar Thomas Tuchel lætur af störfum í sumar.

„Ég þekki Nagelsmann ekki vel eða hvernig staðan er í þjálfaramálum. Ég veit bara að Thomas er hérna til loka tímabilsins og ég er einbeittur að því. Félagið tekur þessa ákvörðun og ég er viss um að það sé að skoða málin. Tuchel á skilið að vera sýnd virðing og við munum reyna að klára þetta tímabil á jákvæðan hátt," segir Kane.

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Bayern en liðið missti af Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner