Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 16. apríl 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stokkseyri snýr aftur í 5. deild
Mynd: Árborg.is
Stokkseyri mun spila í 5. deildinni í sumar þrátt fyrir að hafa dregið liðið sitt úr keppni fyrr í vor.

Stokkseyri dró sig úr keppni í deild og bikar en sendi nýverið inn sérstaka beiðni til að fá að taka þátt í Íslandsmótinu, en liðið er dottið úr leik í bikarnum.

„Mótanefnd KSÍ samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að heimila Stokkseyri að taka þátt í 5. deild karla. Stokkseyri hafði áður hætt þátttöku í mótinu en félagið óskaði nýlega eftir því að koma inn aftur og hefur sú beiðni nú verið samþykkt," segir á vefsíðu KSÍ.

„Af þeim sökum hafa nokkrar breytingar verið gerðar á niðurröðun leikja í mótinu."

Stokkseyri fer í B-riðil og mun leika þar gegn Mídas, Herði Ísafirði, KFR, Afríku, Reyni Hellissandi, Smára, SR og Uppsveitum í 9-liða riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner