Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 17. apríl 2024 23:44
Brynjar Ingi Erluson
„Flest lið hefðu brotnað niður“
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti er í miklum metum hjá Bellingham
Carlo Ancelotti er í miklum metum hjá Bellingham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid. var hæst ánægður með frammistöðu liðsins gegn Manchester City í kvöld en Madrídingar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið í vítakeppni á Etihad.

Leikmenn Real Madrid þurftu lögðu sig alla fram við að halda Man CIty í skefjum í leiknum.

Liðið komst í forystu og ætlaði að verja hana en tókst það ekki. Kevin de Bruyne jafnaði þegar fimmtán mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og voru heimamenn nálægt því að tryggja sér sigurinn undir lokin en fór illa með færin.

Real Madrid hélt út fram að vítakeppninni þar sem liðið hafði 4-3 sigur. Andryi Lunin varði tvær vítaspyrnur og átti því stóran þátt í að koma gestunum áfram.

„Þetta er mikill léttir. Við lögðum svo mikið í þennan leik. Ég hef áður spilað við Man City og þeir geta hrifsað þetta af þér. Lappirnar á mér voru svo gott sem dauðar í lokin.“

„Ótrúlega erfitt. Þeir eru endalaust að spila boltanum á milli og maður er á stanslausri hreyfingu. Flest lið myndu brotna niður þegar Man City er með stjórnina en við gerðum mjög vel á móti þeim.“

„Aldrei gat mig órað fyrir þessari byrjun. Þessi tilfinning að spila fyrir félagið og merkið. Lengi megi það halda áfram og vonandi fáum við fleiri kvöld eins og þessi.“


Bellingham elskar að spila fyrir Carlo Ancelotti en hann segist finna fyrir mikilli ró að spila fyrir ítalska þjálfarann.

„Okkar helsti styrkleiki er Ancelotti sem finnur leiðir til að leyfa flestum okkar að spila frjálst. Hann smitar þessari ró og sjálfstraust í mann. Ég sá hann geispa og hann sagði mér að fara út á völlinn og gera sig spenntan.“

„Þú verður að horfa á þetta sem ábyrgð en ekki sem pressu ef þú vilt spila fyrir Real Madrid og í dag snérist þetta um hugarfarið.“


Jobe, yngri bróðir Jude, var mættur á Etihad til að horfa á leikinn en það var í fyrsta sinn sem hann sér hann í treyju Real Madrid. Jobe er á mála hjá Sunderland í ensku B-deildinni og því ekki haft tíma til að kíkja á leik hjá Jude.

„Þetta er svo fallegt. Bróðir minn er á vellinum í dag og í fyrsta sinn sem hann sér mig spila fyrir Real Madrid,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner