Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. janúar 2020 18:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Loksins, loksins vann Southend
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sol Campbell og aðstoðarmenn hans, Hermann Hreiðarsson og Andy Cole, gátu loksins fagnað deildarsigri með Southend United í ensku C-deildinni.

Southend heimsótti Accrington Stanley og fór svo að Southend hafði betur, 2-1. Jason Demetriou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleiknum.

„Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Ég vil óska strákunum, sem stóðu sig frábærlega, og öllum sem tengjast Southend, sérstaklega stuðningsmönnunum, til hamingju," sagði Sol Campbell eftir leikinn.

Campbell, Hermann og Cole tóku við Southend þann 22. október síðastliðinn og hefur biðin eftir fyrsta deildarsigrinum verið löng. Þetta er annar sigur þeirra með liðið í öllum keppnum, en fyrsti sigurinn kom gegn Wimbledon í EFL Trophy.

Southend er sem stendur í næst neðsta sæti C-deildarinnar með 13 stig eftir 26 leiki.
Athugasemdir
banner