Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 13:55
Elvar Geir Magnússon
Schweinsteiger: Mourinho bannaði mér að æfa með liðinu
Bastian Schweinsteiger.
Bastian Schweinsteiger.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger fyrrum miðjumaður Manchester United segir að Jose Mourinho hafi bannað sig frá æfingum aðalliðsins á sínum tíma.

Þjóðverjinn lék 31 leik undir stjórn Louis van Gaal 2015-16 en lék aðeins fjóra leiki undir stjórn Mourinho tímabilið á eftir. Hann gekk svo til liðs við Chicago Fire árið 2017.

„Ég var mjög leiður vegna þess að United var átti stað í hjarta mínu. Ég lagði mig allan fram fyrir félagið. Ég er samt ekki týpan til að hlaupa til fjölmiðla. Það er mikilvægara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum og haga mér eins og ég gerði," segir Schweinsteiger.

Schweinsteiger lék sex leiki á EM 2016 þar sem Þýskaland komst í undanúrslit og missti af byrjun undirbúningstímabils United í Bandaríkjunum.

„Þegar ég gekk inn á æfingasvæði United var John Murtough (yfirmaður fótboltamála) þar og sagði að ég fengi ekki að fara inn í búningsklefann - stjórinn hefði sagt það. Ég varð að biðja hann um að koma með skó og æfingafatnað til mín. Ég spurði hann með hverjum ég ætti að æfa og hann sagði að það væri U16 ára liðið, svo ég fór og æfði með þeim."

Fyrsti leikur Schweinsteiger á því tímabili kom í nóvember 2016 í Carabao bikarnum gegn West Ham. Hann lék þrjá leiki til viðbótar í FA bikarnum og Evrópudeildinni áður en hann fór í MLS.

„Í fyrsta skipti sem einhver baðst afsökunar var þegar ég ákvað að fara frá Manchester United til Bandaríkjanna. Ég spurði Jose hvort ég mætti fara og hann baðst afsökunar á því hvernig hann kom fram við mig í upphafi. Hann varð að hleypa mér í burtu því hann gat ekki gert eitthvað gegn mér aftur."

Schweinsteiger lagði skóna á hilluna árið 2019 eftir þrjú tímabil með Chicago.
Athugasemdir
banner
banner
banner