PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 19. febrúar 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðstoðarmenn Hodgson stýra Crystal Palace í kvöld
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Paddy McCarthy og Ray Lewington munu stýra Crystal Palace gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Roy Hodgson er að glíma við veikindi en hann var fluttur á sjúkrahús í síðustu viku. McCarthy og Lewington eru aðstoðarmenn Hodgson en þeir stýra skútunni í kvöld.

Palace hafði ætlað sér að reka Hodgson síðasta fimmtudag og ráða Þjóðverjann Oliver Glasner í staðinn, en þær fréttir hafa þurft að bíða eftir að Hodgson veiktist.

Líðan Hodgson er sögð stöðug en hann stýrir Palace auðvitað ekki í kvöld.

Möguleiki er á að Glasner verði í stúkunni í kvöld en hann er sagður vera búinn að skrifa undir samning sem gildir til 2026. Ekki hefur enn verið tilkynnt formlega um ráðningu hans.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 13 11 1 1 26 8 +18 34
2 Arsenal 13 7 4 2 26 14 +12 25
3 Chelsea 13 7 4 2 26 14 +12 25
4 Brighton 13 6 5 2 22 17 +5 23
5 Man City 13 7 2 4 22 19 +3 23
6 Nott. Forest 13 6 4 3 16 13 +3 22
7 Tottenham 13 6 2 5 28 14 +14 20
8 Brentford 13 6 2 5 26 23 +3 20
9 Man Utd 13 5 4 4 17 13 +4 19
10 Fulham 13 5 4 4 18 18 0 19
11 Newcastle 13 5 4 4 14 14 0 19
12 Aston Villa 13 5 4 4 19 22 -3 19
13 Bournemouth 13 5 3 5 20 19 +1 18
14 West Ham 13 4 3 6 17 24 -7 15
15 Everton 13 2 5 6 10 21 -11 11
16 Leicester 13 2 4 7 16 27 -11 10
17 Crystal Palace 13 1 6 6 11 18 -7 9
18 Wolves 13 2 3 8 22 32 -10 9
19 Ipswich Town 13 1 6 6 13 24 -11 9
20 Southampton 13 1 2 10 10 25 -15 5
Athugasemdir
banner
banner
banner